Spacey heiðraður á Ítalíu

Kevin Spacey var heiðraður fyrir ævistarf sitt í kvikmyndageiranum.
Kevin Spacey var heiðraður fyrir ævistarf sitt í kvikmyndageiranum. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Kevin Spacey var í vik­unni heiðraður fyr­ir ævi­starf sitt í kvik­mynd­um. Verðlaun­un­um tók hann móti á Ítal­íu en það var Kvik­mynda­safnið í Tór­ínó sem veitti hon­um verðlaun­in. 

Spacey þakkaði safn­inu fyr­ir að þora að veita sér verðlaun­in. Ný­lega var þing­fest mál gegn leik­ar­an­um í Bretlandi, en hann er kærður í sjö liðum fyr­ir kyn­ferðis­brot. 

Spacey kom fyr­ir dóm­ara í gegn­um fjar­funda­búnað í lok síðustu viku í Lund­ún­um þar sem hann neitaði nýj­ustu ásök­un­um. Alls hafa fjór­ir karl­menn í Bretlandi sakað hann um kyn­ferðis­brot.

Karl­menn í Banda­ríkj­un­um hafa einnig lagt fram kær­ur gegn hon­um og sakað hann um kyn­ferðis­brot.

Á ferli sín­um hef­ur Spacey unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskar­sverðlauna fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­un­um American Beauty og The Usual Su­spects. 

Kevin Spacey með Óskarsverðlaun sín fyrir American Beauty árið 2000.
Kevin Spacey með Óskar­sverðlaun sín fyr­ir American Beauty árið 2000. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir