Leikstjóri Bohemian Rhapsody látinn

Freddie Mercury, söngvari Queen, flytur lagið fræga Bohemian Rhapsody.
Freddie Mercury, söngvari Queen, flytur lagið fræga Bohemian Rhapsody.

Hinn breski Bruce Gowers, leikstjóri myndbands hljómsveitarinnar Queen við lagið Bohemian Rhapsody, er látinn 82 ára að aldri. 

Leikstjórinn, sem vann til bæði Emmy- og Grammy-verðlauna vann einnig að myndböndum með þekktum tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við Michael Jackson og Rolling Stones. 

Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook. Hann lést á heimili sínu á sunnudag í Santa Monica í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Lést hann úr lungnasýkingu. 

Bohemian Rhapsody er eitt vinsælasta lag sveitarinnar frá upphafi, en það er söluhæsta lag allra tíma í Bretlandi. Var lagið í efsta sæti topplistans í Bretlandi níu vikur í röð árið 1975. 

Tónlistarmyndband Gowers var eitt fyrsta tónlistarmyndbandið til að ná góðum árangri í markaðssetningu. Aðeins tók þrjá tíma að taka það upp og kostaði framleiðslan aðeins 3.500 sterlingspund. 

Á meðal tónlistarmyndband sem Gowers leikstýrði eru Hot Legs með Rod Stewart, Rock With You með Michael Jackson, 1999 með Prince, Fool to Cry með Rolling Stones, Limelight með Rush, I'm Not in Love með 10cc, How Deep Is Your Love með Bee Gees og I'm Every Woman með Chaka Khan. Hann leikstýrði sömuleiðis níu þáttaröðum af American Idol. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
Loka