Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Leikarinn Alec Baldwin.
Leikarinn Alec Baldwin. AFP

Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Leikarinn hleypti skoti úr byssu við tökur á kvikmyndinni Rust sem varð tökumanninum Halynu Hutchins að bana.

Mary Carmack-Altwies, ríkissaksóknari Santa Fe, tilkynnti í dag að bæði Baldwin og Hannah Gutierrez Reed yrðu ákærð fyrir manndráp af gáleysi fyrir mánaðarmót. Reed sá um öryggisráðstafanir á tökustað. 

BBC greinir frá. 

Baldwin var að æfa sig fyrir senu þar sem hann átti að beina leikmunabyssu að tökuvél, en í henni reyndust vera raunveruleg byssuskot. 

Baldwin hefur áður sagt að hann hafi ekki tekið í gikkinn og að honum hafi verið tjáð að ekki væru raunveruleg skot í byssunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir