Breskur leikari hvarf í fjallgöngu í Kaliforníu

Leit hófst að hinum 65 ára gamla Julian Sands á …
Leit hófst að hinum 65 ára gamla Julian Sands á föstudag. Ljósmynd/Wikipedia

Tilkynnt hefur verið um hvarf breska leikarans Julian Sands í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ekkert hefur spurst til Sands eftir að hann fór í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllum í síðustu viku. BBC greinir frá.

Sands er 65 ára og var einn heitasti leikari Hollywood á níunda áratugnum, ekki síst fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni A Room With A View sem var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna og vann þrjú.

Lögregla greindi frá hvarfi Sands en leit að honum hófst á föstudagskvöld, en tilkynning barst lögreglu um klukkan hálf átta að kvöldi. Slæmt veður var í San Gabriel-fjöllum á föstudag og þurftu leitarflokkar að hverfa frá leit um helgina vegna hættu á snjóflóði. Leit heldur þó áfram með drónum og þyrlu.

Varað hefur verið við fjallgöngum í San Gabriel-fjöllum undanfarnar vikur vegna slæmra veðurskilyrða og hættu á snjóflóðum.

Sands hefur búið í Los Angeles síðan 2020 og fór síðast með hlutverk Benediction.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka