Segir myndina af Andrési falsaða

Andrés Bretaprins gerði samkomulag við konuna sem sakaði hann um …
Andrés Bretaprins gerði samkomulag við konuna sem sakaði hann um að hafa brotið á sér kynferðislega. AFP/Daniel Leal

Ghislaine Maxwell, sem var á síðasta ári dæmd í 20 ára fangelsi fyr­ir að aðstoða banda­ríska kyn­ferðisaf­brota­mann­inn og auðkýf­ing­inn, Jef­frey Ep­stein, við að mis­nota ung­ar stúlk­ur, segir mynd af Andrési Bretaprins með Virginiu Giuffre vera falsaða. Giuffre hefur sakað prinsinn um að brjóta á henni kynferðislega þegar hún var 17.

Maxwell var til viðtals, úr fangelsinu í Flórída, á sjónvarpsrásinni TalkTV.

Giuffre hefur haldið því fram að hún hafi verið fórnarlamb mansals og að Maxwell og Epstein hafi sent hana til Andrésar sem hafi brotið á henni kynferðislega í Lundúnum. Andrés og Giuffre náðu sátt í málinu áður en formleg ákæra var gefin út, en hann hefur neitað öllum ásökunum. Samkomulagið er sagt hafa kostað Andrés 12 milljónir sterlingspunda og liggur enn ekki fyrir hvernig hann fjármagnaði það.

Andrés steig til hliðar skömmu eftir að ásakanirnar komu fram og var sviptur titlum sínum í hernum.

Myndin sem um ræðir og Maxwell segir vera falsaða.
Myndin sem um ræðir og Maxwell segir vera falsaða. AFP

„Þetta er mynd af mynd af mynd“

Myndin sem um ræðir og Maxwell segir vera falsaða er af Andrési, Giuffre og Maxwell. Heldur Andrés utan um Giuffre. Er hún sögð hafa verið tekin í Lundúnum árið 2001 og þykir renna stoðum undir ásakanir Giuffre.

„Hún er fölsuð. Ég trúi því ekki í eina sekúndu að hún sé raunveruleg, í raun er ég algjörlega viss um að hún er það ekki,“ sagði Maxwell í viðtalinu sem kemur þó ekki út fyrr en í kvöld.

„Ég held að þessi mynd hafi aldrei verið tekin á þann hátt sem gefið hefur verið til kynna. Þetta er mynd af mynd af mynd. Enginn getur sannað hvort það hafi verið átt við þessa mynd,“ sagði Maxwell sem hyggist nú áfrýja dómknum yfir sér.

Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær, sunnudag, að Andrés hefði hug á að hætta við samkomulag sitt við Giuffre. Er hann sagður hafa hug á því eftir að hún hætti við að kæra stjörnulögmanninn Alan Dershowitz fyrir kynferðisbrot. Hefur blaðið eftir heimildarmanni sínum að prinsinn hafi ráðfært sig við bandarísku lögmennina Andrew Brettler og Blair Berk í þeirr von að hann geti hætt við samkomulagið.

Talsmaður prinsins hefur ekki tjáð sig um málið. Vegna skilmála samningsins hefur Giuffre ekki getað tjáð sig opinberlega um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup