Fagna ljónshöfði Jenner

Kylie Jenner klæddist hönnun Schiaparelli.
Kylie Jenner klæddist hönnun Schiaparelli. Skjáskot/Instagram

Dýraverndunarsamtökin PETA hafa lagt blessun sína yfir umdeilt ljónshöfuð sem raunveruleikastjarnan Kylie Jenner mætti með á tískuvikuna í París á sunnudagskvöld. Margir höfðu gert ráð fyrir því að dýraverndunarsamtökin myndu gagnrýna Jenner, en þvert á móti fagna samtökin framlagi Jenner enda er höfuð ljónsins ekki af raunverulegu ljóni heldur eftirlíking.

Í tilkynningu sem PETA sendi á fjölmiðla í Bandaríkjunum sagði Ingrid Newkirk, forseti samtakanna, að ljónshöfuð Jenner vekti atygli á skaðsemi minjaveiða (e. trophy hunting).

Jenner mætti á tískusýningu Schiaparelli Houte Coture og tók sérstaklega fram að ekki væri um alvöru ljónshöfuð að ræða. Jenner var ekki sú eina sem var með eftirlíkingu af höfði dýrs á öxlinni. Fyrirsætan Naomi Campbell gekk tískupallinn með eftirlíkingu af höfði úlfs og fyrirsætan Irina Shayk gekk tískupallinn með ljónshöfuð á öxlinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir