Fagna ljónshöfði Jenner

Kylie Jenner klæddist hönnun Schiaparelli.
Kylie Jenner klæddist hönnun Schiaparelli. Skjáskot/Instagram

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in PETA hafa lagt bless­un sína yfir um­deilt ljóns­höfuð sem raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner mætti með á tísku­vik­una í Par­ís á sunnu­dags­kvöld. Marg­ir höfðu gert ráð fyr­ir því að dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in myndu gagn­rýna Jenner, en þvert á móti fagna sam­tök­in fram­lagi Jenner enda er höfuð ljóns­ins ekki af raun­veru­legu ljóni held­ur eft­ir­lík­ing.

Í til­kynn­ingu sem PETA sendi á fjöl­miðla í Banda­ríkj­un­um sagði Ingrid New­kirk, for­seti sam­tak­anna, að ljóns­höfuð Jenner vekti atygli á skaðsemi minja­veiða (e. trop­hy hunt­ing).

Jenner mætti á tísku­sýn­ingu Schiapar­elli Hou­te Cot­ure og tók sér­stak­lega fram að ekki væri um al­vöru ljóns­höfuð að ræða. Jenner var ekki sú eina sem var með eft­ir­lík­ingu af höfði dýrs á öxl­inni. Fyr­ir­sæt­an Na­omi Camp­bell gekk tískupall­inn með eft­ir­lík­ingu af höfði úlfs og fyr­ir­sæt­an Ir­ina Shayk gekk tískupall­inn með ljóns­höfuð á öxl­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér finnast þeir sem að ráða atburðarásinni ekki hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér finnast þeir sem að ráða atburðarásinni ekki hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason