Hildur ekki tilnefnd

Hildur Guðnadóttir var ekki tilnefnd.
Hildur Guðnadóttir var ekki tilnefnd. FRAZER HARRISON

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Hildur var á stuttlista Akademíunnar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. Tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar rétt í þessu.

Þeir sem hlutu tilnefningar eru Volker Bertelmann, Justin Hurwitz, Carter Burwell, John Williams og hljómsveitin Son Lux.

Hildur hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker árið 2020 og sópaði til sín fjölda verðlauna sama ár.

Hildur á tónlist í tveimur stórum kvikmyndum um þessar mundir, Women Talking og Tár. Hlaut hún Critics Choice-verðlaun 15. janúar fyrir tónlistina í Tár. Hún var ekki á stuttlista Akademíunnar fyrir Tár því í myndinni blandast tónlist hennar eldri tónlist.

Óskarsverðlaunin verða afhent hinn 12. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Loka