Ísadóra Bjarkardóttir Barney gaf út sitt fyrsta sólólag á dögunum. Lagið er að finna á plötunni Drullumall 4 sem Post-dreifing sendi frá sér, en það ber titilinn Bergmál.
Ísadóra er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur en hún er meðhöfundur lagsins Her Mother’s House á nýjustu plötu móður sinnar, Fossora.
Ísadóra er tvítug að aldri og fór á síðasta ári með hlutverk í kvikmyndinni The Northman sem Robert Eggers leikstýrði og Sjón skrifaði handritið að ásamt Eggers. Á síðasta ári sat hún einnig fyrir í auglýsingaherferð fyrir haustlínu tískuhússins Miu Miu.