Með flestar tilnefningar

Leikarar myndarinnar Everything, Everywhere All at Once Harry Shum Jr., …
Leikarar myndarinnar Everything, Everywhere All at Once Harry Shum Jr., Stephanie Hsu, Michelle Yeoh og Ke Huy Quan. AFP

Kvikmyndin Everything, Everywhere All at Once hlaut alls ellefu tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar í dag. Michelle Yeoh fer með aðalhlutverk í myndinni. 

Yeoh er tilnefnd í flokki leikkonu í aðalhlutverki en mótleikkonur hennar Stephanie Hsu og Jamie Lee Curtis eru tilnefndar í flokki leikkonu í aukahlutverki og Ke Huy Quan er tilnefndur í flokki leikara í aukahlutverki. Daniel Kwan og Daniel Scheinert eru tilnefndir í flokki leikstjóra. 

Á hælum Everything, Everywhere All at Once eru kvikmyndirnar The Banshees of Inisherin og All Quiet on the Western Front með níu tilnefningar hvor um sig. 

Teiknimyndaleikstjórinn Sara Gunnarsdóttir hlaut tilnefningu fyrir myndina My Year of Dicks í flokki stuttra teiknimynda. Tvær aðrar íslenskar konur áttu möguleika á að hljóta tilnefningu í ár. Hildur Guðnadóttir kvikmyndatónskáld fyrir myndina Women Talking og Heba Þórisdóttir fyrir hár og förðun í kvikmyndinni Babylon. Þær hlutu þó ekki tilnefningu. 

Ruben Östlund er tilnefndur fyrir mynd sína Triangle of Sadness …
Ruben Östlund er tilnefndur fyrir mynd sína Triangle of Sadness sem sópað hefur til sín verðlaunum undanfarið. AFP

Bara karlmenn

Athygli vekur að engin kona er tilnefnd í flokki leikstjóra í ár en konur hafa unnið í flokknum undanfarin tvö ár. Áður nefndir Kwan og Scheinert eru tilnefndir í flokknum ásamt Martin McDonagh fyrir The Banshees of Inisherin, Steven Spielberg fyrir The Fabelmans, Todd Fields fyrir Tár og Ruben Östlund fyrir Triangle of Sadness. 

Þær Sarah Polley fyrir Women Walking, Gina Prince-Bythewood fyrir Woman King, Maria Schrader fyrir She Said og Charlotte Wells fyrir Aftersun voru á stuttlista Akademíunnar. 

Listi yfir allar tilnefningar

Kvik­mynd

  • All Quiet on the Western Front
  • Avatar: The Way of Water
  • The Banshees of Inisherin
  • Elvis
  • Everything Everywhere All at Once
  • The Fabelmans
  • Tár
  • Top Gun: Maverick
  • Triangle of Sadness
  • Women Talking

Leik­ari í aðal­hlut­verki

  • Austin Butler - Elvis
  • Colin Farrell - The Banshees of Inisherin
  • Brendan Fraser - The Whale
  • Paul Mescal - Aftersun
  • Bill Nighy - Living

Leik­ari í auka­hlut­verki

  • Brendan Gleeson - The Bandsees of Inisherin
  • Brian Tyree Henry - Causeway
  • Judd Hirsch - The Fabelmans
  • Barry Keoghan - The Bansees of Inisherin
  • Ke Huy Quan - Everything Everywhere All at Once 

Leik­kona í aðal­hlut­verki

  • Cate Blanchett - Tár
  • Ana de Armas - Blonde
  • Andrea Riseborough - To Leslie
  • Michelle Williams - The Fabelmans
  • Michelle Yeoh - Everything Everywhere All at Once

Leik­kona í auka­hlut­verki

  • Angela Bassett - Black Panther: Wakanda Forever
  • Hong Chau - The Whale
  • Kerry Condon - The Banshees of Inisherin
  • Jamie Lee Curtis - Everything Everywhere All at Once
  • Stephanie Hsu - Everything Everywhere All at Once

Teikni­mynd í fullri lengd

  • Guillermo del Toro's Pinocchio
  • Marchel the Shell With Shoes On 
  • Puss in Boots: The Last Wish
  • The Sea Beast
  • Turning Red

Teikni­mynd – stutt

  • The Boy, the Mole, the Fox, and the Horse
  • The Flying Sailor
  • Ice Merchants
  • My Year of Dicks
  • An Ostrich Told Me the World Is Fake and I Think I Believe It

Kvik­mynda­taka

  • All Quiet on the Western Front
  • Bardo, False Chronicle of a Handful of Truths
  • Elvis
  • Empire of Light
  • Tár

Bún­inga­hönn­un

  • Babylon
  • Black Panther: Wakanda Forever
  • Elvis
  • Everything, Everywhere All at Once
  • Mrs. Harris Goes to Paris

Leik­stjóri

  • Martin McDonagh - The Banshees of Inisherin
  • Daniel Kwan og Daniel Scheinert - Everything Everywhere All at Once
  • Steven Spielberg - The Fabelmans
  • Todd Field - Tár
  • Ruben Östlund - Triangle of Sadness

Heim­ild­ar­mynd í fullri lengd

  • All That Breathes
  • All the Beauty and the Bloodshed
  • Fire of Love
  • A House Made of Splinters
  • Navalny

Heim­ild­ar­mynd – stutt

  • The Elephant Whisperers
  • Haulout
  • How Do You Measure a Year?
  • The Martha Mitchell Effect
  • Stranger at the Gate

Klipp­ing

  • The Banshees of Inisherin
  • Elvis
  • Everything Everywhere All at Once 
  • Tár
  • Top Gun: Maverick

Er­lend kvik­mynd

  • All Quiet on the Western Front - Þýskaland
  • Argentina, 1985 - Argentína
  • Close - Belgía
  • EO - Pólland
  • The Quiet Girl - Írland

Förðun og hár

  • All Quiet on the Western Front
  • The Batman
  • Black Panther: Wakanda Forever
  • Elvis
  • The Whale

Kvik­mynda­tónlist

  • All Quiet on the Western Front
  • Babylon
  • The Banshees of Inisherin
  • Everything Everywhere All at Once
  • The Fabelmans

Lag

  • Applause - Tell It Like a Woman
  • Hold My Hand - Top Gun: Maverick
  • Lift Me Up - Black Panther: Wakanda Forever
  • Naatu Naatu - RRR
  • This Is a Life - Everything Everywhere All at Once

Hljóð

  • All Quiet on the Wester Front
  • Avatar: The Way of Water
  • The Batman
  • Elvis
  • Top Gun: Maverick

Stutt­mynd – leik­in

  • An Irish Goodbye
  • Ivalu
  • Le Pupille
  • Night Ride
  • The Red Suitcase

Fram­leiðslu­hönn­un

  • All Quiet on the Western Front
  • Avatar: The Way of Water
  • Babylon
  • Elvis
  • The Fabelmans 

Tækni­brell­ur

  • All Quiet on the Western Front
  • Avatar: The Way of Water
  • The Batman
  • Black Panther: Wakanda Forever
  • Top Gun: Maverick

Hand­rit byggt á út­gefnu efni

  • All Quiet on the Western Front
  • Glass Onion: A Knives Out Mystery
  • Living
  • Top Gun: Maverick
  • Women Talking

Frum­samið hand­rit

  • Todd Field - Tár
  • Tony Kushner og Steven Spielberg - The Fabelmans
  • Dan Kwan og Daniel Scheinert - Everything Everywhere All at Once
  • Martin McDonagh - The Banshees of Inisherin
  • Ruben Östlund - Triangle of Sadness 
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka