Diegó aftur mættur á vaktina

Stjörnukötturinn Diegó er aftur farinn á stjá.
Stjörnukötturinn Diegó er aftur farinn á stjá. Ljósmynd/Aðsend

Einn ástsælasti köttur landsins, Diegó, er mættur á vaktina í A4 eftir nokkra fjarveru í kjölfar bílslyss.

Kattaunnendur söfnuðu 400.000 krónum fyrir Diegó eftir að hann varð fyrir bíl í lok nóvember og þurfti að gangast undir aðgerðir í kjölfarið. Meðlimir Facebook-hópsins Spottaði Diegó eru í dag um 10.000 talsins.

Aðgerð sem Diegó gekkst undir kostaði í kringum 350 þúsund krónur. Afgangur upphæðarinnar sem safnaðist rann til Villikatta.

Diegó hefur vanið komu sína í Hagkaup og A4 í Skeifunni og kannast vegfarendur margir hverjir við hann. Stjörnukötturinn kom heim frá spítala í desember eftir slysið og hefur síðan þá safnað kröftum til þess að gleðja gesti og gangandi á ný.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir