Diegó aftur mættur á vaktina

Stjörnukötturinn Diegó er aftur farinn á stjá.
Stjörnukötturinn Diegó er aftur farinn á stjá. Ljósmynd/Aðsend

Einn ástsælasti köttur landsins, Diegó, er mættur á vaktina í A4 eftir nokkra fjarveru í kjölfar bílslyss.

Kattaunnendur söfnuðu 400.000 krónum fyrir Diegó eftir að hann varð fyrir bíl í lok nóvember og þurfti að gangast undir aðgerðir í kjölfarið. Meðlimir Facebook-hópsins Spottaði Diegó eru í dag um 10.000 talsins.

Aðgerð sem Diegó gekkst undir kostaði í kringum 350 þúsund krónur. Afgangur upphæðarinnar sem safnaðist rann til Villikatta.

Diegó hefur vanið komu sína í Hagkaup og A4 í Skeifunni og kannast vegfarendur margir hverjir við hann. Stjörnukötturinn kom heim frá spítala í desember eftir slysið og hefur síðan þá safnað kröftum til þess að gleðja gesti og gangandi á ný.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup