Tjáir sig um ásakanir á hendur Frosta

Hjónin Frosti Logason og Helga Gabríela.
Hjónin Frosti Logason og Helga Gabríela. mbl.is/Stella Andrea

„Síðastliðið ár hefur verið eitt erfiðasta ár sem ég hef upplifað. Þegar fyrrverandi kærasta eiginmanns míns ákvað að koma opinberlega fram með einhliða frásögn sína af sambandi þeirra sem lauk fyrir 10 árum umturnaðist líf fjölskyldu minnar,“ skrifar Helga Gabríela Sigurðardóttir, eiginkona Frosta Logasonar, á Facebook-síðu sína.

Í mars í fyrra fór Frosti í ótímabundið leyfi frá störf­um sem dag­skrár­gerðar- og sjón­varps­maður á Stöð 2 eft­ir að fyrr­ver­andi kær­asta hans sakaði hann um and­legt of­beldi.

Árás á sig og börnin

Helga segir að þegar hún hafi kynnst Frosta árið 2014 hafi hann enn verið að jafna sig af því andlega ofbeldi sem hann varð fyrir af fyrrverandi kærustu sinni. Telur hún umfjöllunina um málið hafa verið ósanngjarna.

„Ég get ekki ætlast til að fólk skilji hvernig það er að vera í þessum aðstæðum, þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu býður ekki upp á að karlmaður verji sig þegar á hann er ráðist og öll fjölskylda hans geldur fyrir það. Eitt er að vera ein heima með börnin á meðan maðurinn minn fer á sjóinn og annað að upplifa allar árásirnar á hann, sem hafa verið nær linnulausar síðustu 10 mánuði. Ég upplifi þær árásir sem árásir á mig og það sem verra er, ég upplifi þær sem árásir á börnin mín.“

Sér eftir ummælunum

Í gær brást Helga Gabríela í fyrsta skipti við ummælum um eiginmann sinn á Twitter. Segist hún sjá eftir því og mun ekki gera það aftur.

„Allan þennan tíma fram til þessa hef ég aldrei svarað fyrir mig en þegar netníðið og persónuárásirnar náðu hámarki í gær brotnaði ég gjörsamlega og fannst mér ég þá tilneydd að svara fólkinu sem hefur verið að níðast á okkur.

Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auðvitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur,“ skrifar Helga Gabríela á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar