Langi Seli og Skuggarnir með í Eurovision

Þá liggur fyrir hverjir keppa í undankeppninni þetta árið.
Þá liggur fyrir hverjir keppa í undankeppninni þetta árið. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Ríkissjónvarpið tilkynnti í kvöld hvaða tíu lög munu taka þátt í undankeppni Eurovision hér heima og keppa um að vera fulltrúi Íslands í lokakeppninni í bítlaborginni Liverpool í maí. 

Kynnar keppninnar í ár verða þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. 

Nokkrir þekktir flytjendur og lagahöfundar eru á meðal þeirra sem koma að lögunum tíu. Ef til vill vekur mesta athygli að hljómsveitin Langi Seli og skuggarnir verða með í keppninni. Sveitin var stofnuð fyrir 35 árum og hefur tónlist hennar iðulega verið kennd við rokkabillí. Sveitin var nokkuð áberandi í kringum 1990 en sendi síðast frá sér plötu árið 2009 en gaf einnig út lög árið 2019. 

Lögin tíu: 

Stundum Snýst Heimurinn Gegn Þér / Sometimes the World´s Against You 

Flytjandi: BRAGI 

Lag: Bragi Bergsson, Joy Deb, Rasmus Palmgren og Aniela Eklund 

Íslenskur texti: Bragi Bergsson 

Enskur texti: Bragi Bergsson og Aniela Eklund 

 

Glötuð ást / Loose this dream 

Flytjandi: MÓA 

Lag: Móeiður Júníusdóttir 

Íslenskur texti: Móeiður Júníusdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir 

Enskur texti: Móeiður Júníusdóttir 

Þora / Brave Face 

Flytjandi: Benedikt 

Lag: Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir 

Íslenskur texti: Benedikt Gylfason, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Una Torfadóttir 

Enskur texti: Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir 

Dómsdags Dans / Doomsday Dancing 

Flytjandi: Celebs 

Lag og texti: Celebs 

Lifandi inni í mér / Power 

Flytjandi: Diljá 

Lag og texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttir 

Seinni undanúrslit 25. febrúar 

Óbyggðir / Terrified 

Flytjandi: Kristín Sesselja 

Lag: Kristín Sesselja Einarsdóttir, Tiril Beisland og Vetle Sigmundstad 

Íslenskur texti: Kristín Sesselja Einarsdóttir og Guðrún Helga Jónasdóttir 

Enskur texti: Kristín Sesselja Einarsdóttir og Tiril Beisland 

OK 

Flytjandi: Langi Seli og Skuggarnir 

Lag: Langi Seli, Jón Skuggi og Erik Qvick 

Texti: Langi Seli og Jón Skuggi 

Ég styð þína braut / Together we grow 

Flytjendur: Silja Rós & Kjalar 

Lag: Silja Rós og Rasmus Olsen 

Íslenskur texti: Silja Rós 

Enskur texti: Silja Rós og Rasmus Olsen 

Betri Maður / Impossible 

Flytjandi: Úlfar 

Lag: Rob Price og Úlfar Viktor Björnsson 

Íslenskur texti: Elín Sif Hall 

Enskur texti: Rob Price 

Gleyma þér og dansa / Dancing Lonely 

Flytjandi: Sigga Ózk 

Lag: Klara Elias, Alma Goodman, David Mørup og James Gladius Wong 

Íslenskur texti: Klara Elias og Alma Goodman 

Enskur texti: Klara Elias og Alma Goodman og David Mørup  

Siggi Gunnars, Ragnhildur Steinunn og Unnsteinn taka að sér að …
Siggi Gunnars, Ragnhildur Steinunn og Unnsteinn taka að sér að vera kynnar í keppninni hér heima. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson.


Söngvakeppnin fer fram í Gufunesi og verður sýnd í þremur beinum útsendingum á RÚV. Auk laganna verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði á viðburðunum en áhorfendum gefst einnig kostur á að vera á staðnum. Miðasala hefst á miðvikudaginn kl. 12.00 á tix.is 

Hægt er að hlusta á öll lögin og kynna sér upplýsingar um þau og keppendur á songvakeppnin.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup