Hannah Spearritt var poppstjarna í unglingasveitinni S Club 7 sem naut vinsælda á tíunda áratugnum.
Spearritt segir alla halda að hún sé vellauðug eftir að hljómsveitin varð heimsfræg á sínum tíma en raunveruleikinn sé allt annar. Rétt fyrir jól missti fjölskyldan heimili sitt sem þau höfðu á leigu og þurfa nú að búa á skrifstofu vinar síns.
„Sá sem leigði okkur húsið þurfti peninga og eignin seldist strax. Við fengum tvo daga til þess að tæma húsið. Við gátum því ekki gert neinar ráðstafanir og höfðum engan tíma til að finna nýtt húsnæði,“ segir Spearritt sem á tvö börn með manni sínum Adam Thomas.
„Við fengum að gista á skrifstofu vinar míns. Settum rúmin þangað, unnum þar og börnin léku sér. Börnunum fannst þetta skemmtilegt.“
„Fólk heldur alltaf að maður sé milljónamæringur eftir að hafa slegið í gegn á sínum tíma. Raunin er allt önnur. Við fengum ekki góð laun miðað við allt það sem tíðkast í dag.“
Til stendur að hljómsveitin komi saman aftur en Spearritt efast um að hún taki þátt heilsu sinnar vegna.
„Maður græðir lítið á að missa heilsuna fyrir lágmarkslaun. Þetta verður að vera þess virði enda á ég tvö börn sem ég þarf að hugsa um.“
Spearritt er nú að opna kaffihús með eiginmanni sínum. Hún segist hlakka til framtíðarinnar.
„Það koma áföll en við erum enn hér. Margir eiga um sárt að binda.“