B-mynd hefði eyðilagt ferilinn

Eva Green vill fá greitt fyrir mynd sem hætt var …
Eva Green vill fá greitt fyrir mynd sem hætt var við. Hún er hins vegar sögð hafa talað myndina niður og eyðilagt allt. AFP

Franska leikkonan Eva Green stendur í málaferlum við framleiðslufyrirtæki um vangoldin laun. Hún hafði tekið að sér hlutverk í myndinni A Patriot og átti að fá greidda eina milljón dollara.

Hún er hins vegar sögð hafa eyðilagt fyrir myndinni eftir að kastaðist í kekki á milli hennar og framleiðendur myndarinnar White Lantern. Auk þess sem hún er sögð hafa gengið út og ekki staðið við samninga. Þessu mótmælir hún. 

Í vitnisburði sínum sagði Green að hún hafi viljað búa til frábæra mynd og varð ástfangin af handriti A Patriot. Hún hafi hins vegar misst trúna á verkefnið þegar sífellt var að skera niður og lækka laun leikaranna.

„Afhverju ætti ég að eyðileggja mynd sem mér var annt um og ég var búin að leggja nafn mitt og orðstýr við?“

„Mér er sama um peningana, ég lifi til þess að gera góðar kvikmyndir. Það eru mín trúarbrögð,“ sagði Green fyrir dómi.

Viðurkenndi ljót skilaboð

Leikkonan viðurkenndi að hafa sent skilaboð þar sem hún ásakaði framleiðendur um að búa til lélega bíómynd og bætti við að hún hefði ekki fallist á að leika í bíómynd sem hefði ekkert fjármagn að baki sér.

„Þegar leikari leikur í B-mynd þá fær hann B-leikara stimpil. Maður fær aldrei góð hlutverk eftir það. Það myndi drepa framann minn,“ sagði Green.

„Þeir vildu ekki borga leikurunum laun á borð við það sem tíðkast í bransanum. Ég hef leikið í fullt af kvikmyndum sem höfðu lítið fjármagn en samt fengu leikararnir greidd eðlileg laun í takt við samninga. Ég vildi aldrei að þetta yrði að B-mynd en sá að það stefndi þangað í lokin. Þá fylltist ég örvæntingu. Ég var í fullum rétti að ganga út.“

Green viðurkennir að hafa sent tölvupósta og sms þar sem hún fer ófögrum orðum um marga innan framleiðslufyrirtækisins en kennir álaginu um.

Franska leikkonan Eva Green mætir fyrir rétt í dag.
Franska leikkonan Eva Green mætir fyrir rétt í dag. AFP
Eva Green er frægust fyrir að hafa leikið í James …
Eva Green er frægust fyrir að hafa leikið í James Bond myndinni Casino Royale. STRINGERITALY
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup