Norska hljómsveitin Subwoolfer, sem sló í gegn í Eurovision í fyrra með laginu Give That Wolf A Banana, kemur fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 4. mars.
Lagið endaði í tíunda sæti í keppninni og vakti mikla athygli. Hlaut það tíu stig í íslensku símakosningunni, að því er segir í tilkynningu frá RÚV.
Tíu lög taka þátt í Söngvakeppninni í ár og berjast um að verða framlag Íslands í lokakeppninni í Liverpool í maí.
Miðasala á keppnina hefst í dag, 1. febrúar, á tix.is.