Söngvarar norsku hljómsveitarinnar Subwoolfer felldu grímuna á úrslitakvöldi norsku söngvakeppninnar, Melodi Grand Prix, í gær. Hingað til höfðu þeir haldið því leyndu hverjir þeir væru í raun og veru. Nú er ljóst að gulu úlfarnir heita Ben Adams og Gaute Ormåsen.
Hljómsveitin tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) og hafnaði í tíunda sæti. Íslendingar gáfu sveitinni tíu stig í símakosningunni.
Á dögunum var tilkynnt að Subwoolfer myndi koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 4. mars.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá þegar Adams og Ormåsen felldu grímuna.