Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 Ríkisútvarpsins hinn 1. mars næstkomandi. Þröstur greindi frá starfslokum sínum á fundi í liðinni viku að því er fram kemur í frétt Rúv.
Þröstur hefur verið dagskrárstjóri Rásar 1 í nærri níu ár, frá 1. apríl 2014.
Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðardagskrárstjóri og einn stjórnenda Morgunvaktarinnar, tekur við sem dagskrárstjóri Rásar 1 tímabundið. Staða dagskrárstjóra verður auglýst síðar í febrúar.