Trúlofuð eftir að hafa fundið ástina á Zoom

Leikkonan Vanessa Hudgens er trúlofuð.
Leikkonan Vanessa Hudgens er trúlofuð. AFP

Leikkonan Vanessa Hudgens og hafnaboltamaðurinn Cole Tucker eru trúlofuð eftir rúmlega tvö ár saman.

Hudgens og Tucker kynntust í gegnum fjarskiptaforritið Zoom þegar þau sóttu bæði hugleiðslutíma. Þau sáust svo fyrst saman í nóvember 2020 þar sem þau gengu hönd í hönd í Los Angeles, Kaliforníu. 

View this post on Instagram

A post shared by Cole Tucker (@cotuck)

Engin skömm að taka fyrsta skrefið

„Ég fór á Zoom, og ég hugsaði: „Hver er þetta?“ Ég fann hann og við byrjuðum að tala saman,“ útskýrði Hudgens í þættinum The Drew Barrymore Show í maí 2021. Hudgens segist hafa tekið fyrsta skrefið. 

„Ef mig langar í eitthvað eða einhvern, þá mun ég fara á eftir þeim. Ég sendi honum einkaskilaboð og sagði: „Hey, það var gaman að hitta þig.“ Þannig að mér finnst engin skömm felast í því að taka fyrsta skrefið,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney