Hailie Jade Mathers, áhrifavaldur og dóttir rapparans Eminem, er trúlofuð kærasta sínum, Evan McClintock.
Mathers deildi gleðifregnunum með fylgjendum sínum á Instagram sem eru rúmlega þrjár milljónir talsins. Hún birti myndir frá því þegar McClintock fór á skeljarnar hinn 4. febrúar síðastliðinn, en þau fögnuðu trúlofuninni með kampavíni.
Aðdáendur voru fljótir að óska parinu til hamingju, en margir veltu því fyrir sér hvort McClintock hefði beðið föður Mathers, Eminem, um leyfi til að biðja dóttur hans.
Mathers og McClintock kynntust árið 2016 þegar þau stunduðu bæði nám í Michigan State University.