Lögin sem kóngurinn vill að þú hlustir á

Karl III. Bretakonungur verður í partígírnum helgina 6. og 7. …
Karl III. Bretakonungur verður í partígírnum helgina 6. og 7. maí næstkomandi af lagalistanum að dæma. AFP

Bítlarnir, Boney M, David Bowie, Tom Jones, og Spice Girls eru hljómsveitir sem eru á lagalista sem stjórnvöld í Bretlandi hafa tekið saman fyrir krýningarathöfn Karls III. Bretakonungs. Listinn er birtur á Spotify en Menningar-, fjölmiðla, og íþróttamálaráðneyti landsins tók listann saman.

Listinn er hugsaður fyrir hið fullkomna götupartí í tilefni af krýningarathöfninni. 

Karl konungur verður krýndur hinn 6. maí næstkomandi og fyrirhuguð eru mikil hátíðarhöld þá helgina. Sunnudaginn 7. maí verða tónleikar og ljósasýning í Windsor-kastala og Bretar græða svo frídag á mánudeginum.

Efst á lista konungs eru Bítlarnir með lagið Come Together en næst á eftir því er Daddy Cool með Boney M. Einnig er að finna lagið Treat People With Kindness með Harry Styles og lagið sem sló í gegn á síðasta ári, Running Up That Hill með Kate Bush. 

Listinn var sömuleiðis birtur á nýrri vefsíðu með upplýsingum um krýningu konungs. Þar er líka að finna hugmyndir að uppskriftum fyrir krýningarpartí. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney