Aftur á skjáinn eftir meira en 40 ára hlé

John Cleese snýr aftur á skjáinn í Fawlty Towers.
John Cleese snýr aftur á skjáinn í Fawlty Towers. REUTERS

Bresku gamanþættirnir Fawlty Towers munu snúa aftur á skjáinn meira en 40 árum eftir að þeir fóru síðast í loftið. BBC greinir frá.

John Cleese, sem fór með hlutverk Basil Fawlty, snýr aftur til að skrifa handritið og einnig fara með aðalhlutverkið ásamt dóttur sinni Camillu Cleese.

Tvær þáttaraðir voru framleiddar á 8. áratug síðustu aldar og voru þær sýndar á BBC2 árin 1975 og 1979. Fjalla þeir um Basil, eiganda hótels, og eiginkonu hans Sybil.

Castle Rock Entertainment greindi frá tíðindunum í gær, þriðjudag, að Cleese myndi snúa aftur á skjáinn í þáttunum.

Fawlty Towers voru útnefndir bestu gamanþættir allra tíma í Bretlandi árið 2019.

Í þáttunum verða einnig leikarahjónin Rob og Michelle Reiner.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup