Aðdáendur Post Malone þurfa ekki að hafa áhyggjur af nýlegu þyngdartapi rapparans. Hann segist vera heilbrigður og hamingjusamur, hvorki á fíkniefnum eða alvarlega veikur.
TMZ greinir frá og hefur eftir ónefndum vinum Post Malone að rapparinn hafi þyngst fyrir hlutverk í kvikmynd en síðan þá hafi hann farið á strangt mataræði, hreyft sig mikið og þar af leiðandi létts.
Þar að auki hefur hann verið á tónleikaferðalagi síðan í september og haldið um 90 mínútna tónleika í hvert sinn. Það hafi líka áhrif á þyngdartapið.
Pabbi hans, Rich Post, tjáði sig einnig um þyngdartapið á aðdáendasíðu sonar síns á Instagram þar sem hann skrifaði: „Ekki verið svona heilbrigður í mörg ár! Andlega og líkamlega.“
Áhyggjur aðdáenda kviknuðu eftir að myndband af honum á tónleikum í Sydney í Ástralíu fór á flug. Sögðu margir hann virka áberandi grennri en áður. „Ég hef áhyggjur að þú hafir létts svona mikið. Ég er ekki vanur því. Passaðu upp á heilsuna,“ skrifaði einn.
Fans get worried for Post Malone after watching him perform like this🙏🏾😕🙇🏽♂️pic.twitter.com/d3NMe7dn1N
— Raphousetv (RHTV) (@raphousetv2) February 6, 2023