Karl vill fá Harry aftur

Karl III. Bretakonungur er sagður þrá að endurheimta son sinn.
Karl III. Bretakonungur er sagður þrá að endurheimta son sinn. AFP/Justin Tallis

Karl III. Bretakonungur er sagður vilja að Harry Bretaprins sonur hans verði viðstaddur krýningarathöfnina hinn 6. maí næstkomandi. Kóngurinn er sagður þrá að ná sáttum við yngri son sinn.

„Þetta verður svo stór augnablik fyrir Karl, og hann vill að sonur hans verði viðstaddur til að upplifa þetta. Hann vill að Harry sættist við fjölskylduna,“ sagði heimildarmaður People um málið.

Harry gaf út bókina Spare í upphafi árs og skaut þar föstum skotum að konungsfjölskyldunni, þar á meðal föður sínum. Af frásögn Harrys að dæma hefur samband hans við fjölskylduna verið stormasamt og erfitt undanfarin ár og lítill samgangur.

Fjarlægur faðir

„Ef þau laga þetta ekki, þá verður þetta alltaf hluti af valdatíð konungsins, og hvernig fjölskyldan glímir við vandamál. Hann hefur það orðspor á sér að hafa verið fjarlægur faðir, og það væri hræðileg fyrir hann ef það myndi halda áfram,“ sagði heimildarmaðurinn enn fremur.

Sagnfræðingurinn Robert Lacey, sem hefur sérhæft sig í sögu konungsfjölskyldunnar, sagði People að hlutverk konungsfjölskyldunnar væri í reynd að sýna hvernig á að takast á við vandamál, stór sem smá. „Það sem er líklegast fyrir þau til að ná árangri er ekki að alger sátt ríki, heldur að þau séu sammála um að vera ósammála um hugmyndir og hvað eigi að vera í forgrunni,“ sagði Lacey.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney