Með gríðarlegar áhyggjur af Britney

Birtney Spears.
Birtney Spears. VALERIE MACON / AFP

Tónlistarkonan Britney Spears er sögð þurfa á hjálp að halda. Í vikunni ætlaði fólk nákomið henni að tala alvarlega við hana en sumir telja ástandið það slæmt að líf hennar sé í hættu. Eiginmaður hennar, Sam Asghari, var meðal þeirra sem ætluðu að tala við hana. 

Áhyggjur fólks eru vegna hegðunar Spears og lyfjanotkunar að því er fram kemur á vef TMZ

Umboðsmaður Spears er meðal þeirra sem ætluðu að hjálpa Spears ásamt Asghari sem og heilbrigðisstarfsfólk. Umboðsmaður hennar hafði leigt hús á Los Angeles-svæðinu þar sem áætlað var að Spears myndi búa í tvo mánuði og jafna sig, fá læknismeðferð og sálfræðimeðferð. Faðir Spears og synir hennar voru ekki með í ráðum. 

Planið breyttist hins vegar þegar Spears frétti óvænt hvað átti að gera. Hún er sögð hafa hitt lækni á miðvikudaginn og það hafi gengið vel.

Britney Spears og Sam Asghari.
Britney Spears og Sam Asghari. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup