Vinsæll rappari skotinn til bana

Rapparinn Kiernan Forbes, eða AKA, er látinn.
Rapparinn Kiernan Forbes, eða AKA, er látinn. AFP/Rajesh Jantilal

Einn vinsælasti rappari Suður-Afríku, Kiernan Forbes, betur þekktur sem AKA, var skotinn til bana fyrir utan veitingastað í borginni Durban í suðausturhluta landsins.

Fjölskylda hans greindi frá þessu í morgun.

AKA, sem var 35 ára, vann fjölda verðlauna á ferli sínum í heimalandinu, auk þess sem hann var tilnefndur til BET-verðlaunanna í Bandaríkjunum og tónlistarverðlauna MTV í Evrópu.

Rapparinn var á leið út í bíl ásamt öðrum mannni þegar hann var skotinn til bana af tveimur vopnuðum mönnum. Ekki er vitað um ástæðuna að baki morðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir