Breski tónlistarmaðurinn Harry Styles hlaut fern verðlaun á Brit-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, og vann þar með til verðlauna í öllum flokkum þar sem hann var tilnefndur.
Hann hlaut verðlaun fyrir listamann ársins, plötu ársins, lag ársins fyrir lagið As It Was og besta popp/R&B lagið.
„Þetta kvöld hefur verið virkilega sérstakt fyrir mig og ég mun aldrei gleyma því. Ég er svo stoltur af því að vera breskur listamaður í heiminum þarna úti,“ sagði Styles.
Hann þakkaði móður sinni fyrir að hafa skráð sig í hæfileikaþáttinn X Factor án þess að segja honum frá því. Þá þakkaði hann félögum sínum úr hljómsveitinni One Direction, þeim Niall Horan, Louis Tomlinson, Liam Payne og Zayn Malik.
Söngkonan Beyonce hlaut alþjóðleg verðlaun fyrir besta listamann og lag ársins.
Screaming crying throwing up 🥹 @Harry_Styles #BRITs pic.twitter.com/XCDdynyDo2
— BRIT Awards (@BRITs) February 11, 2023