Knúsuðust við fyrstu kynni

Vilhelm Neto og Kristján koma saman í myndbandinu.
Vilhelm Neto og Kristján koma saman í myndbandinu. Skjáskot

„Ólíklegasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp. Höfðinginn og Netó,“ segir í tísti Vilhelms Þórs Neto, en með fylgir G-vítamín myndband samtakanna Geðhjálpar.

Þar sést Vilhelm Neto skemmtikraftur lesa upp tíst frá Kristjáni Óla Sigurðssyni, eða höfðingjanum eins og hann er oft kallaður, sem helst er þekktur fyrir aðkomu sína að hlaðvörpum um knattspyrnu.

Tístin eru fremur neikvæð í garð Vilhelms Neto, en Kristján Óli hefur verið gagnrýninn í hans garð á opinberum vettvangi.

Þá hefur Kristján ekki beitt neinum vettlingatökum í gagnrýni sinni á Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu, en Arnar sjálfur birtist óvænt í myndbandinu líka.

Smá flipp með Villa Netó

Spurður hver aðdragandi myndbandsins hafi verið segir Kristján Óli, í samtali við mbl.is, að hann hafi verið staddur á golfvelli í Flórida í Bandaríkjunum, þegar honum barst símtal frá Hannesi Halldórssyni leikstjóra og fyrrverandi markverði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

„Þetta var ekki flókið, hann spurði hvort ég væri ekki til í smá flipp með Villa Netó. Við fundum tíma og hittumst í KSÍ. Svo sömdum við þetta eiginlega bara á staðnum. Það fóru ekkert margir klukkutímar í þetta, Hannes er náttúrulega besti leikstjóri landsins.“

Knúsuðust við fyrstu kynni

Kristján Óli þvertekur fyrir að það hafi verið vandræðalegt að mæta mönnum, sem hann hefur gagnrýnt á samfélagsmiðlum, augliti til auglitis.

„Þetta var allt á góðum nótum, ég og Villi byrjuðum á að knúsast, en við höfðum aldrei hist áður.“

Þá fóru Kristján Óli og Arnar Þór í padel daginn eftir. „Hann pakkaði mér saman þar,“ segir Kristján Þór.

Kristján Óli var ánægður með að taka þátt í myndbandinu. „Það er gaman að geta látið gott af sér leiða.“

Höfðinginn rýnir til gagns

Spurður hvort hann muni hverfa frá þeirri háttsemi sem gert er gys að í myndbandinu, neitar hann því. „Ég rýni til gagns. Ef þú ert í sviðsljósinu þá verður þú bara að taka því.“

Hann játar þó að hafa tekið sig örlítið á þegar kemur að því að muna að hrósa fólki fyrir það sem vel er gert, í samræmi við boðskap myndbandsins. „Það er ekki vanþörf á, sérstaklega svona heima fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney