Alls ekki ­gefast upp!

Shania Twain var í banastuði á Grammy-verðlaununum um daginn.
Shania Twain var í banastuði á Grammy-verðlaununum um daginn. AFP/Robyn Beck

Eftir erfið ár, þar sem hún veiktist meðal annars illa af Covid og missti röddina, er stórstjarnan Shania Twain aftur komin á kreik og með flunkunýja breiðskífu í farteskinu, Queen of Me.

„Mér líður [eins og að ég hafi fengið annað tækifæri], sérstaklega vegna þess að ég missti söngröddina svo lengi. Ég óttaðist að ég myndi aldrei semja fleiri plötur og ekki framar leggjast í tónleikaferðalag. Þess vegna er mér hátíð í hug og mig langar ekki að sóa andrúmslofti eða ganga að neinu sem gefnu. Covid ýtti líka við mér svo um munaði, ég varð svo iðin og samdi svo mörg lög.“

Þannig komst sveitasöngkonan vinsæla Shania Twain að orði í samtali við útvarpsþáttinn All Things Considered í Bandaríkjunum á dögunum en fyrsta breiðskífa hennar í sex ár, Queen of Me, kom út í byrjun mánaðarins.

Platan var samin í heimsfaraldrinum og Twain leit á sköpunarferlið, eins og endranær, sem þerapíu. „Út af þessari þvinguðu einangrun og öllu því varð ég að rífa mig upp og hressa mig við. Þess vegna byrjaði ég að semja lög sem komu mér til að dansa og í gott skap,“ sagði hún í viðtalinu.

Twain hefur alltaf verið kyndilberi tískunnar
Twain hefur alltaf verið kyndilberi tískunnar AFP/Amy Sussman


Lenti á spítala

Twain veiktist raunar heiftarlega af kórónuveirunni. „Ég fékk lungnabólguna sem fylgir veirunni og endaði í lausu rúmi á spítala. Ég hafði það af, sem er yndislegt, en áður þurfti ég að gangast undir nokkrar meðferðir, plasmameðferðir. Þegar ég losnaði af spítalanum gat tímasetningin ekki verið betri – ég heyrði einhvern tala um andrúmsloft, þá blessun sem því fylgir … og ég byrjaði að semja lag um allt sem við getum gert við loftið, annað en það sem blasir við.“

Fjallað var um hremmingar ­Twain í heimildarmynd á Netflix á liðnu ári og hún vonar að einhverjir hafi fundið styrk í því sem hún hafði þar að segja. „Ég meina, það eru margir sem hafa gengið eða eru að ganga gegnum miklu meiri erfiðleika en ég. En eina ráðið sem ég get gefið er: Alls ekki gefast upp! Sjálfri hefur mér margliðið eins og að ég geti ekki haldið áfram … en þetta er aldrei búið fyrr en það er búið, það verðum við öll að muna. Mín sjálfsbjörg er lagasmíðar … finnið eitthvað sem gerir ykkur kleift að ná valdi á líðan ykkar.“

Nánar er fjallað um Shaniu Twain í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup