Tónlistarmaðurinn David Jolicoeur er látinn 54 ára að aldri. Jolicoeur var einn stofnenda hiphop-tríósins De La Soul.
Dánarorsök Jolicoeur hefur ekki gerð opinber en hann hafði í gegnum árin tjáð sig um baráttu sína við hjartaveikindi.
Hljómsveitin De La Soul hafði mótandi áhrif á hip-hop-senuna í Bandaríkjunum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og var sveitin einmitt heiðruð fyrir framlag sitt á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir rúmlega viku síðan.
De La Soul kom hingað til lands árið 2017 og spilaði á tónlistarhátíðinni Sónar.