Lewis Capaldi er kominn á fast

Ellie MacDowall og Lewis Capaldi eru nýtt par.
Ellie MacDowall og Lewis Capaldi eru nýtt par. Samsett mynd

Skoski tónlistarmaðurinn Lewis Capaldi, sem þekktur er fyrir hugljúfa rödd og rómantísk ástarlög, er kominn með kærustu. Hann frumsýndi nýju ástina í partíi eftir bresku tónlistarverðlaunin á dögunum. 

Sú heppna heitir Ellie MacDowall og er 23 ára gömul leikkona. Hún lærði sviðslistir í MGA Academy í Edinborg og útskrifaðist árið 2020. 

Sögð vera ástfangin og hamingjusöm

Fram kemur á vef Daily Mail að parið hafi verið saman í nokkra mánuði en hafi þó hingað til valið að halda sambandinu fjarri sviðsljósinu. Það breyttist hins vegar þegar þau mættu saman í partí eftir bresku tónlistarverðlaunin þar sem þau sáust kyssast og dansa saman langt fram á nótt.

„Þetta er opinbert, Lewis er ástfanginn og gæti ekki verið ánægðari. Hann hefur verið með Ellie í nokkurn tíma núna,“ sagði heimildarmaður The Sun. „Það er mjög ljúft að sjá hann svona hamingjusaman og Ellie dýrkar hann greinilega líka,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney