Lið Kansas City Chiefs vann kannski Ofurskálina í NFL-deildinni um helgina en söngkonan Rihanna var án efa sigurvegari hálfleiksins. Sýningar Rihönnu hafði verið beðið með óþreyju og náði hún svo sannarlega að koma á óvart þegar hún mætti ólétt út á völlinn.
Rihanna tók öll topplög sín en kynnti ekki neitt nýtt lag til sögunnar eins og einhverjir höfðu kannski búist við.
Hálfleikssýnignu Rihönnu má sjá með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.