Stóð ekki í lappirnar en söng eins og engill

Joe Cocker á tónleikum í Laugardalshöll um árið.
Joe Cocker á tónleikum í Laugardalshöll um árið. Mbl.is/Halldór Kolbeins

„Karlinn var svo fullur að hann stóð ekki í lappirnar. Menn voru þó ekki í vandræðum með að leysa það; létu bara tvo fílhrausta gaura standa sinn hvorum megin við hann og Cocker söng eins og engill. Þó hann hafi ábyggilega ekki haft hugmynd um hvar í heiminum hann væri staddur.“

Þannig lýsir Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður tónleikum sem hann sótti með goðsögninni Joe Cocker í Los Angeles um miðjan áttunda áratuginn. Hann var við nám í kvikmyndagerð á þessum tíma og kynntist borg englanna vel. 

Hippatíminn var þarna að líða undir lok en alls konar andleg iðkun þó enn í gangi. „Árni [Egilsson, vinur Valdimars] átti vin sem var frægur gúrú og ég fékk einu sinni frían tíma hjá honum. Hann gaf mér einhver fyrirmæli og spurði svo hvað ég sæi. Ég sé Eisenstein, svaraði ég um hæl. „Hvað sagði ég þér,“ hrópaði þá gúrúinn. Auðvitað var ég bara að bulla. Það var mikið snobb og feik hjá ríka fólkinu.“

Valdimar Leifsson.
Valdimar Leifsson. mbl.is/Árni Sæberg


Nánar er rætt við Valdimar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney