Fótboltinn er ekki forgrunni hjá mörgum sem fylgjast með Ofurskál NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum. Mikið er lagt í þennan stærsta sjónvarpsviðburð Bandaríkjanna á hverju ári og markaðsdeildir stórfyrirtækja reyna að toppa sig ár frá ári, og toppa hvert annað líka.
Auglýsingarnar sem sérstaklega eru útbúnar fyrir Ofurskálina 2023 hlaupa á tugum og kostnaður við þær á tugum milljóna króna.
mbl.is tók saman þær auglýsingar sem þóttu standa upp úr í ár.