Fær ekki greitt fyrir hálfleikssýninguna

Rihanna fékk ekki greitt fyrir sýningu sína.
Rihanna fékk ekki greitt fyrir sýningu sína. AFP/Angela Weiss

Tónlistarkonan Rihanna kom sá og sigraði í hálfleik Ofurskálarleiks NFL-deildarinnar á sunnudagskvöld. Sýning hennar hefur vakið talsverða athygli líkt og flestar hálfleikssýningar, en Rihanna fær ekki einn einasta dal fyrir giggið.

NFL-deildin greiðir nefnilega aldrei þeim listamönnum sem koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði Bandaríkjanna.

Hins vegar greiðir NFL-deildin fyrir allan kostnað í kringum sýninguna og greiðir uppihald á meðan tónlistamaðurinn er á staðnum. Fyrst var greint frá þessu í Forbes árið 2016.

Frumsýndi nýjan varalit

Hins vegar fá listamenn að njóta þess að baða sig í sviðsljósinu, koma nýju efni á framfæri kjósi þeir, og auglýsa sjálfa sig. Það má sannarlega segja að Rihönnu hafi tekist vel til að vekja athygli á sjálfri sér, en fleiri hafa ekki horft á hálfleikssýninguna í sex ár, eða frá því að Kary Perry baðaði sig í sviðsljósinu.

Billboard greinir frá því að 118,7 milljónir hafi horft á hálfleikssýninguna á sunnudagskvöld. Aðeins Perry hefur dregið fleiri að sjónvarpsskjánum í hálfleik Ofurskálarinnar en Rihanna.

Rihanna nýtti ekki sviðsljósið í að kynna nýja tónlist, enda ekki gefið út nýtt efni í mörg ár. Hins vegar tók hún upp púður frá snyrtivörumerki sínu, Fenty Beauty, á meðan hún var á sviðinu og nýtti því tækifærið til að auglýsa það.

Sömuleiðis var hún með nýjan varalit úr línu sinni sem ber nafnið MVP. Fór hann í sölu á sama tíma og Rihanna stóð á sviðinu og frumsýndi í kjölfarið óléttukúluna, en hún gengur nú með sitt annað barn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Patricia Gibney