Austin Majors, sem fór með hlutverk The0 Sipowicz í NYPD Blue, er látinn. Hann var 27 ára gamall.
Barnastjarnan fyrrverandi fannst látin í skýli fyrir heimilislausa í Los Angeles í Bandaríkjunum á laugardagskvöld. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en TMZ greinir frá því að heimildarmenn telji hann hafa tekið of stóran skammt af lyfinu fentanyl.
Majors fór með hlutverk í NYPD Blue á árunum 1999 til 2004. Hann útskrifaðist svo frá USC School of Cinematic Arts.
Hann hafði einnig farið með hlutverk í ER, An Accidental Christmas, Volari. Hans síðasta hlutverk var í Girls’ Night In árið 2021.