Eina konan á lista tekjuhæstu skemmtikrafta heims

Tónlistarkonan Taylor Swift á gott ár að baki.
Tónlistarkonan Taylor Swift á gott ár að baki. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift var metin launahæsti kvenkyns skemmtikraftur heims árið 2022 af bandaríska tímaritinu Forbes. Hún er þar að auki eina konan sem komst á listann yfir tíu launahæstu skemmtikrafta heims. 

Á þriðjudag gaf tímaritið út árlegan lista yfir tekjuhæstu skemmtikrafta heims, en Swift situr í níunda sæti listans eftir að hafa þénað 92 milljónir bandaríkjadala árið 2022, sem nemur rúmum 13 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 

Á síðasta ári kom tíundu stúdíóplata tónlistarkonunnar út, Midnight, sem sló met á Spotify fyrir flest streymi á einum degi. Þá seldi hún einnig flestar vínylplötur sem selst hafa á einni viku á þessari öld, en Midnight varð þar að auki mest selda plata ársins.

Rokkhljómsveitin Genesis trónar á toppnum

Rokkhljómsveitin Genesis var efst á Forbes-listanum, en hljómsveitin þénaði heilar 230 milljónir bandaríkjadala árið 2022, sem nemur rúmum 33 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Því næst kom tónlistarmaðurinn Sting sem þénaði 210 milljónir bandaríkjadala, eða rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Leikarinn Tyler Perry hafnaði í þriðja sæti listans, en samkvæmt Forbes þénaði hann 175 milljónir bandaríkjadala árið 2022, sem nemur rúmum 25 milljörðum íslenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup