Bandaríska kvikmyndaleikkonan Raquel Welch er látin, 82 ára að aldri. Hún lést í morgun eftir skammvinn veikindi, að sögn umboðsmanns hennar.
Welch hlaut Grammy-verðlaun árið 1974 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Skytturnar þrjár og var tilefnd aftur árið 1987 fyrir myndina The Right to Die. Hún er af mörgum talin hafa rutt brautina fyrir konur í hasarmyndum um kvenkynssöguhetjur.
Hún varð alþjóðlegt kyntákn eftir að hafa komið fram í bikiníi úr hjartarfeldi í myndinni One Million Years BC.