Áfram í aðalhlutverki þrátt fyrir ákæruna

Alec Baldwin verður áfram í aðalhlutverki í Rust þrátt fyrir …
Alec Baldwin verður áfram í aðalhlutverki í Rust þrátt fyrir ákæruna. AFP

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin mun áfram fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Rust, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi við tökur á myndinni. Fyrirhugað er að tökur hefjist aftur nú í vor. 

Saksóknari í Nýju Mexíkó gaf í janúar út ákæru á hendur Baldwin vegna andláts tökumannsins Halynu Hutchins. Lést hún við tökur á myndinni í október árið 2021. 

Hluti af starfsfólkinu sem vann áður við tökur á Rust snýr aftur auk þess sem nýtt starfsfólk mun taka þátt í verkefninu. Bianca Cline mun taka við stöðu Hutcins sem tökumaður. 

Unnið að gerð heimildarmyndar

Tökur á Rust eru ekki þær einu sem eru fyrirhugaðar, en ekkill Hutchins hefur samþykkt gerð heimildarmyndar um eiginkonu sína. 

Í heimildarmyndinni verður fjallað um líf og starf Hutchins sem tökumanns. Þá verður fjallað um Rust, hennar síðasta verkefni, og hvernig verður haldið áfram með það verkefni eftir lát hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar