Bruce Willis hefur greinst með heilabilun

Bandaríski leikarinn Bruce Willis.
Bandaríski leikarinn Bruce Willis. AFP

Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með heilabilun. Emma Hem­ing Will­is, eiginkona hans, greinir frá veikindunum á samfélagsmiðlum.

Á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann hefði greinst með sjúkdóminn málstol en í aðdraganda þess hafði hann átt í erfiðleikum með að tala, skrifa, lesa og skilja það sem honum var sagt.

Í júní á síðasta ári tilkynnti hann að hann myndi ekki fara með fleiri aðalhlutverk í kvikmyndum. Í stað þess ætlaði hann að njóta lífsins með fjölskyldunni. 

Bruce Will­is og Emma Hem­ing Will­is giftu sig árið 2009 og eiga sam­an dæt­urn­ar tvær: Mabel Ray, 10 ára, og Evelyn, 8 ára. Áður var Will­is kvænt­ur leik­kon­unni Demi Moore til fjölda ára og eignaðist hann með henni þrjú börn; Rumer, 33 ára, Scout, 30 ára og Tallu­lah, 28 ára. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar