Fékk sér tvö ný flúr fyrir fangelsisvistina

Jen Shah fékk sér tvö ný tattú áður en hún …
Jen Shah fékk sér tvö ný tattú áður en hún fer í fangelsi. Samsett mynd

Fyrrverandi raunveruleikastjarnan Jen Shah byrjar að afplána sex og hálfs árs fangelsisdóm sinn á föstudag. Í vikunni fór Shah, sem þekktust er fyrir að hafa verið í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Salt Lake City, og fékk sér tvö ný húðflúr. 

Shah var handtekin í mars árið 2021 grunuð um að hafa tekið þátt í víðtæku peningasvindli. Var hún síðar sakfelld fyrir peningasvik, en hún hélt uppi símasölu sem einna helst beindist gagnvart eldra fólki.

Hún neitaði öllum ásökunum lengi vel, en játaði að lokum sekt sína fyrir dómara í júlí 2022. Í janúar var hún svo dæmd í sex og hálfs árs fangelsi. 

Shah fékk sér orðið keiki á framhandlegginn, en orðið keiki þýðir barn á frumtungumáli Havaí-búa. Raunveruleikastjarnan fékk sér svo einnig flúr með nöfnum eiginmanns síns og sonar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka