Leikarinn Orlando Bloom birtist fáklæddur á forsíðu tímaritsins Flaunt Magazine. Hann segir að samband sitt við söngkonuna Katy Perry sé oft á tíðum mjög krefjandi.
„Við erum í tveimur mjög ólíkum geirum. Ég skil ekki endilega hennar geira og hún ekki endilega minn,“ segir Bloom í viðtalinu.
„Stundum eru hlutirnir mjög, mjög, mjög krefjandi. Ég ætla ekki að ljúga. Við þurfum oft að glíma við tilfinningar okkar og sköpunarkraft.“
„Ég held samt að við séum bæði mjög meðvituð um hversu lánsöm við erum að hafa tengst á þennan hátt á þeim tíma. Það er aldrei dauð stund hjá okkur.“
Bloom er 46 ára og á tvö börn. Eitt með Miröndu Kerr og annað með Katy Perry.