Frumsýndi nýju ástina á Valentínusardaginn

Leik- og söngkonan Bella Thorne er komin á fast.
Leik- og söngkonan Bella Thorne er komin á fast. MATT WINKELMEYER

Leikkonan Bella Thorne virðist hafa fundið ástina á ný, en rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því hún sleit trúlofun sinni við fyrrverandi unnusta sinn, leikarann Benjamin Mascolo. Thorne birti rómantíska myndaröð á Valentínusardaginn þar sem hún frumsýndi nýja kærastann á Instagram. 

Sá heppni heitir Mark Emms og er frá Bretlandi. Hann starfar sem framleiðandi og er eigandi Emms Production og Eastern Road Films. Parið sást fyrst saman í september síðastliðnum á Grikklandi, en nú virðist alvara hafa færst í sambandið. 

„Finndu einhvern sem þú vilt deila namminu þínu með,“ skrifaði Thorne við mynd þar sem parið endurgerir hið fræga atriði úr Disney-kvikmyndinni Heiðarfrúin og umrenningurinn. „Þessi kynþokkafulli og hávaxni Breti er minn svo fáðu þér þinn eigin,“ bætti hún við. 

View this post on Instagram

A post shared by BELLA (@bellathorne)

Thorne var áður trúlofuð leikaranum Benjamin Mascolo, en hann fór á skeljarnar í mars 2021 eftir tæplega tveggja ára samband. Hins vegar staðfesti parið í júlí 2022 að þau hefðu slitið trúlofun sinni, og í sama mánuði var Thorne orðuð við leikarann Ryan Eggold. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney