Klaufaleg mistök í Madríd

Camila Granizo, Laura Horvat og Gabriela Migala.
Camila Granizo, Laura Horvat og Gabriela Migala. Skjáskot/Instagram

Crossfit-konurnar Laura Horvat, Gabriela Migala og Camila Granizo þurfa að endurtaka fyrstu æfingu opna mótsins í Crossfit. Æfingin, sem ber titilinn 23.1, var tilkynnt í Madríd á Spáni í gær og sýnt beint frá þeim taka æfinguna. Fyrir mistök voru konurnar þó látnar lyfta 38 kílóum í jafnhendingu, en áttu þær að vera með 43 kíló. 

Björgvin Karl Guðmundsson var á meðal þeirra íþróttamanna sem framkvæmdu æfinguna í Madríd í gær, og náði Björgvin Karl 267 endurtekningum í æfingunni.  

Opna mótið markar upphaf tímabilsins í crossfit heiminum en þá geta iðkendur um allan heim tekið þátt og reynt að komast á heimsleikana. Æfingin sem kynnt var í gær hefur áður komið fyrir í opna mótinu, nánar tiltekið árið 2014 og bar þá titilinn 14.4. Í henni hafa keppendur 14 mínútur til að að róa 60 hitaeiningar á róðrarvél, gera 50 tær í slá, 40 wall balls, 30 jafnhendingar og að lokum 20 muscle up í hringjum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup