Fyrrverandi fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason er vanalega með allt upp á tíu eins og sést best á Instagram-síðu hans. Hann er þó ekki fullkominn eins og fylgjendur hans komust að, en Rúrik deildi myndbandi af sjálfum sér fljúga á hausinn í raftækjaverslun.
Í myndbandinu sést Rúrik ganga inn í verslunina og verða ansi heillaður af einhverri vöru. Hann gleymir því að horfa fram fyrir sig og dettur um uppstillingu í versluninni.
„Svona missir maður kúlið á mettíma. Þau í búðinni voru svo væn að senda mér upptökuna úr búðinni. Ég varð bara að deila þessu með ykkur,“ skrifar Rúrik við myndskeiðið.