Söngvakeppnisvagninn er kominn á fulla ferð um höfuðborgarsvæðið. Strætóinn er merktur andlitum keppenda og er heldur betur glæsilegur í ár.
Fyrra undankvöld Söngvakeppni sjónvarpsins er annað kvöld en þá stíga þau Benedikt, Celebs, Bragi, Diljá og Móeiður á svið.
Hægt er að fylgjast með Söngvakeppnisstrætónum í rauntíma á Strætó.is en vagninn verður á mismunandi leiðum.