Sverrir Guðnason í lykilhlutverki

Sverrir Guðnason
Sverrir Guðnason

Íslenski stórleikarinn Sverrir Guðnason fer með þýðingarmikið hlutverk í þriðju og síðustu þáttaröðinni af Face to Face, sem frumsýnd verður á Viaplay sunnudaginn 19. febrúar.

Nú fá áhorfendur loksins að vita sannleikann um dauða hinnar ungu Christinu, en andlát hennar hefur verið hulin ráðgáta frá því í fyrstu þáttaröðinni.

Hver drap Christinu?

Þriðja þáttaröðin hefst á myndbandi sem kollvarpar veröld kaupsýslumannsins Holger Langs (Lars Mikkelsen). Á skjánum blasir við upptaka af morðinu á Christinu, lærlingi hans og fyrirhuguðum arftaka, en fram til þessa hafði ranglega verið talið að hún hefði fyrirfarið sér.

Í gegnum átta spennuþrungna þætti þarf Holger Lang að standa andspænis fjölskyldu, vinum og óvinum til að komast að sannleiknum. Æsispennandi tilfinningarússíbani sem nær hápunkti sínum þegar gerandinn er afhjúpaður.

„Loksins getum við ljóstrað því upp hver er á bakvið morðið á Christinu. Ég er búinn að hlakka mikið til þess, ekki síst vegna þess að við gerum það í samstarfi við hinn frábæra Lars Mikkelsen og allar hinar stjörnunar sem eiga stórleik í lokaseríunni,“ segir leikstjórinn Chrostoffer Boe.

Einvalalið leikara

Emmy-verðlaunahafinn Lars Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í þáttunum og hann nýtur stuðnings frá einvalaliði leikara. Þar ber fyrst að nefna íslenska stórleikarann Sverri Guðnason, en auk hans fara Pilou Asbæk, Evin Ahmad, Nicolas Bro, Josephine Park, Jakob Oftebro, Lene Maria Christensen, Solbjørg Højfeldt, Søren Malling og Lars Brygmann með hlutverk í þáttunum.

Fyrstu tvær þáttaraðirnar af Face to Face eru aðgengilegar á Viaplay. Þriðja serían verður frumsýnd 19. febrúar.

Face to Face eru framleiddir af Jonas Allen og Peter Bose frá Miso Film, en fyrirtækið er á bakvið fjölda vinsælla kvikmynda og þátta á Norðurlöndum, s.s. Face to Face, The Bombardment og Those Who Kill, en þriðja serían af þeim þáttum er einmitt nýkomin á Viaplay og hefur sló öll met á frumsýningardaginn. Aðalframleiðandi fyrir hönd Viaplay Group er Marlene Billie Andreasen og alþjóðleg dreifing er í höndum Fremantle.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir