Íslendingar höfðu mikið að segja um Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldin var í kvöld.
Sem dæmi vakti flutningur Friðriks Dórs á laginu Í síðasta skipti mikla athygli og eins og svo oft áður höfðu margir ýmislegt að segja um kynnana og þau atriði sem enduðu á að komast áfram í úrslitakeppnina í kvöld.
Svo virðist sem margir hafi einnig verið furðu lostnir yfir því að Celebs með lagið Dómsdags dans hafi ekki komist áfram. Sitt sýnist hverjum af tístum kvöldsins að dæma.
Diljá með lagið Lifandi inni í mér komst áfram ásamt Braga með lagið Stundum snýst heimurinn gegn þér.
Aðeins munaði tveimur atkvæðum á öðru og þriðja sæti, en ekki er gert ljóst hvort laganna var í öðru sæti og hvaða lag það var sem hafnaði í því þriðja.
Ég ætla bara að segja það, @siggigunnars er það besta sem hefur komið fyrir RÚV síðan litasjónvarpið.#12stig
— Milla Ósk (@millaosk) February 18, 2023
Af hverju glitrar bara Ragnhildur? Af hverju eru karlar svona boring? 😭 #12stig pic.twitter.com/H5oqRrJSnB
— ég heiti i alvöru fannar 😭 (@fannarapi) February 18, 2023
Daði Freyr Eurovision-stjarna lýsti yfir stuðningi sínum við Celebs en margir virtust svekktir með að fá þau ekki áfram í úrslitakeppnina.
Jæja Ísland!
— Daði Freyr 🍉 (@dadimakesmusic) February 18, 2023
9009903 PLS! #12stig
Ef Celebs fá ekki wildcard…
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 18, 2023
Ég bannaði börnunum mínum að kjósa í eurovision og það munaði bara 2 atkvæðum að Celebs kæmist áfram svo nú eru þau búin að læra allt um að nýta kosningaréttinn sinn #12stig
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 18, 2023
...What?
— Hrafn Jónsson (parody) (@hrafnjonsson) February 18, 2023
En en en… Celebs????? 🥺 #12stig
— Vigdís Hafliðadóttir (@vigdishin) February 18, 2023
Ýmsir voru glaðir að sjá Friðrik Dór aftur á sviðinu í Söngvakeppninni.
Fyrirgefðu Frikki, fyrirgefðu okkur, þessari meðalgreindu þjóð sem brást þér þarna um árið. #12stig
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) February 18, 2023
Sendum Í síðasta skiptið út núna, Eurovision stjórnin þarf ekki að vita neitt #12stig
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) February 18, 2023
Að láta Frikka syngja í síðasta skipti í söngvakeppnini sjálfri aftur er einhvernveginn mjög sætt eða mjög siðlaust
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 18, 2023