Ég var bara of hamingjusamur

Hilmar Oddsson er kominn tilbaka í leikstjórastólinn og ætlar að …
Hilmar Oddsson er kominn tilbaka í leikstjórastólinn og ætlar að nýta tímann til að gera kvikmyndir og sjónvarpsseríur. mbl.is/Ásdís

Ný kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, kemur í kvikmyndahús á föstudaginn. Hilmar hefur ekki gert mynd í fjórtán ár en er nú kominn á flug. 

Nú styttist í eftirlaunaaldurinn svokallaða. Ertu bara kominn á skrið?

„Já, ég er svo heppinn að það er enginn sem getur skipað mér að fara á eftirlaun þannig að ég mun vinna á meðan hausinn heldur. Ég stefni að því að gera þrjár myndir í viðbót á næstu fjórtán árum,“ segir hann, en fjórtán ár eru einmitt liðin frá síðustu mynd.

Hilmar Oddsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld voru kát …
Hilmar Oddsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld voru kát á hátíðarsýningunni í vikunni, en myndin kemur í kvikmyndahús 24. febrúar. mbl.is/Stella Andrea

„Ég sé ekki af hverju ég ætti að hætta á meðan heilsa leyfir, en ég missti líka aðeins úr þegar ég var rektor. Sá tími var ljúfsár þótt ég sjái ekki eftir honum, en það var alltaf þessi óvissa með fjármál skólans. Þetta var eilíft ströggl og eilíf barátta og at við stjórnvöld. Það var það sem fór verst með mig.

Á endanum sagði kona mín að ég væri sennilega kominn í kulnun. Og ég horfðist í augu við það og greip næsta tækifæri; greip í hálmstrá svo ég gæti farið, án þess að fara í illindum. Það var ekkert hatrammt uppgjör sem átti sér stað þó að við höfðum verið ósammála um ákveðna hluti, ég og eigendur skólans. Það eru allir enn vinir og ég styð skólann heils hugar,“ segir Hilmar.

„Ég lagði af stað í þessa vegferð með ástríðuna fyrir kvikmyndagerð og ég hafði ekki verið að sinna henni. Ég vildi fara að sinna henni áður en það yrði of seint. Þess vegna gleðst ég hvað ég fæ ofboðslega jákvæð viðbrögð núna við þessari nýju mynd. Það gefur mér mjög mikið og ég er þakklátur fyrir það.“

Hamingjusamur listamaður er til

Nú þegar þú ert sjálfstætt starfandi listamaður, er þá enginn dagur eins og annar hjá þér?

„Nei, það er enginn dagur eins og annar. En nánast allt sem ég geri tengist kvikmyndagerð eða tónlist,“ segir hann og segir eiginkonuna, Guðlaugu Matthildi Jakobsdóttur, vera sinn helsta stuðningsmann og gagnrýnanda.

Þröstur Leó og Kristbjörg Kjeld leika aðalhlutverkin í myndinni Á …
Þröstur Leó og Kristbjörg Kjeld leika aðalhlutverkin í myndinni Á ferð með mömmu. Hilmar gat ekki hugsað sér neina aðra leikara í hlutverkin. Ljósmynd/Liisabet Valdoja

„Ég er heppinn að vera ákaflega vel kvæntur maður og þakklátur fyrir að upplifa jafnvægi í lífinu. Hún er mitt aðhald í skrifum, tónlist og kvikmyndagerð. Ég þakka henni margt sem hefur heppnast í myndinni minni,“ segir hann og segist hafa grínast með það að fyrstu fimm árin sem þau voru saman hafi hann skapað sama og ekkert því hann var ekki nógu óhamingjusamur, því margir listamenn nærast á óhamingju.

„Ég var bara of hamingjusamur,“ segir hann og hlær.

„Svo þurfti ég að læra að tengja sköpunargáfuna við ánægjustundir lífsins. Það tók smátíma því ég nærðist svolítið á sorginni. En ég komst að því að hamingjusamur listamaður er alveg til.“

Ítarlegt viðtal er við Hilmar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney