Sizemore hætt kominn

Sizemore hefur lengi átt við fíknivanda að stríða og oft …
Sizemore hefur lengi átt við fíknivanda að stríða og oft komist í kapp við löginn. Getty/Jeff Vespa

Leikarinn Tom Sizemore er hætt kominn eftir að hafa fengið heilablóðfall í nótt. Fréttastofa AP greinir frá.

Talið er að Sizemore, sem er 61 árs gamall, hafi fengið heilablóðfall um klukkan tvö í nótt að staðartíma í Bandaríkjunum.

Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ hefur eftir Charles Lago, umboðsmanni Sizemore, að leikarinn hafi verið að „slappa af“ á heimili sínu í Los Angeles í gærkvöldi þangað til hann fannst meðvitundarlaus.

Var honum því komið strax á spítala þar sem ástand hans var metið alvarlegt. Segir Lago að ekki sé enn ráðið hvort leikarinn nái fullum bata.

Lengi átt við vanda að stríða

Tom Sizemore er einna helst þekktur fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Saving Private Ryan, Black Hawk Down, Natural Born Killers og Heat. Sizemore hefur lengi átt við fíknivanda að stríða og oft komist í kast við lögin.

Hefur hann í gegnum tíðina meðal annars verið handtekinn fyrir ölvunarakstur, heimilisofbeldi og vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal