Leikkonan Evangeline Lilly sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Lost sem sýndir voru á árunum 2004 til 2010. Óhætt er að segja að ferill hennar hafi þar náð ákveðnu hámarki en hún hefur þó nóg að gera í bransanum.
Lilly sem er 43 ára hefur nú snúið sér meira að leik í kvikmyndum og leikur nú meðal annars í Marvel myndinni Ant-Man and The Wasp: Quantumania.
Brúnu síðu lokkarnir eru löngu horfnir og skartar hún stuttu og ljósu hári en árið 2019 ákvað hún að raka af sér allt hárið að gamni sínu. Þegar það kom svo að því að leika í framhaldsmynd Ant-Man þá þurfti að ákveða hvort viðeigandi væri að hafa hana með hárkollu eða leyfa persónu hennar að skarta breyttu útliti. Ákveðið var að halda stutta hárinu í framhaldsmyndinni.
Lilly hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að láta í sér heyra og var um tíma mjög mótfallin því þegar þvinga átti fólk að til að fá bóluefni gegn kórónuveirunni. Lilly er kanadísk að uppruna og hélt með vörubílstjórunum sem mótmæltu harkalegar aðgerðir kanadísku ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum. Hún segist standa með yfirráða rétti fólks á eigin líkömum.